09.09.1918
Neðri deild: 7. fundur, 30. löggjafarþing.
Sjá dálk 16 í C-deild Alþingistíðinda. (157)

4. mál, greiðsla af kostnaði af flutningi innlendrar vöru

Flm. (Benedikt Sveinsson):

Jeg get eftir atvikum fallist á till. hv. 1. þm. Eyf. (St. St.), að málinu sje vísað til stjórnarinnar, einkum nú, eftir að jeg hefi heyrt undirtektir hv. þm. S.-Þ. (P. J.) og hæstv. forsætisráðherra. Aftur á móti get jeg ekki hallast að till. hv. þm. V.-Ísf. (M. Ó.); hún er of víðtæk, þar sem ætlast er til, að landssjóður hlaupi undir bagga og ljetti flutninga fyrir alla, og eins þótt flutningaerfiðleikarnir stafi ekki af því sjerstaka ástandi, sem vjer eigum nú við að búa.