09.09.1918
Sameinað þing: 3. fundur, 30. löggjafarþing.
Sjá dálk 154 í C-deild Alþingistíðinda. (186)

5. mál, vantraustsyfirlýsing

Fjármálaráðherra (S. E.):

Jeg vísa til þess, sem jeg fyr hefi sagt, og stend við það alt. Ef þingmenn hefðu farið heim í sumar, að óskum hv. þm. N.-Ísf. (S. St.), þá er hætt við því, að lítið hefði orðið úr sambandsmálinu.

Það, sem jeg sagði um afskifti hv. þm. N.-Ísf. (S. St.) af fánamálinu, get jeg sannað hve nær sem vill.