09.09.1918
Efri deild: 5. fundur, 30. löggjafarþing.
Sjá dálk 248 í B-deild Alþingistíðinda. (72)

1. mál, dansk-íslensk sambandslög

Fjármálaráðherra (S. E.):

Jeg þarf ekki að svara háttv. þm. Ísaf. (M. T.) mörgum orðum.

Jeg kannast ekki við að hafa bilað í máli þessu. Jeg var reiðubúinn að leggja niður embætti, hefðu mistök orðið, en það sjá allir, að þegar fullnægt. er aðalkröfu vorri, viðurkenningu á fullveldinu, þá, hefði það verið meira en lítilli barnaskapur að leggja niður embætti.

Háttv. þm. Ísaf. (M. T.) og hv. þm. N.-Þ. (B. Sv.) hafa ekki dregið í vafa, að fullveldi landsins væri fullnægt, og er jeg því þeim mun vissari um, að jeg hefi gert rjett.

Að öðru leyti vísa jeg til ummæla minna við 2. umr.