07.09.1918
Neðri deild: 5. fundur, 30. löggjafarþing.
Sjá dálk 257 í B-deild Alþingistíðinda. (89)

2. mál, sérstakar dómsþinghár í Skarðs- og Klofningshreppum

Einar Jónsson:

Þegar vjer fórum heim af aukaþinginu síðasta, var oss kunnugt, að þingið mundi aftur verða kvatt saman í september 1918. En þá var einnig látið í veðri vaka, að á því þingi skyldi sambandsmálið eitt verða til umr. En nú lítur ekki út fyrir annað en að farið verði að grauta í ýmsum fleiri málum, sem eiga lítið erindi inn á þingið, en þar sem jeg tel það hina mestu ósvinnu, þá greiddi jeg atkvæði á móti því, að afbrigði yrðu veitt viðvíkjandi þessu máli.