07.07.1919
Neðri deild: 3. fundur, 31. löggjafarþing.
Sjá dálk 1103 í B-deild Alþingistíðinda. (1006)

26. mál, laun embættismanna

Bjarni Jónsson:

Þrátt fyrir ummæli hæstv. forsætisráðherra (J. M.) um vankunnáttu mína í Íslandssöng, þá held jeg fast við, og get sannað, að fyrir 12–15 árum var það talinn skrælingjaháttur að eta skyr á Íslandi. Það er undarlegur misskilningur hjá hæstv. forsætisráðh. að ætla, að jeg hafi öðlast skoðanir mínar á kostum landaurareikningsins frá launamálanefndinni, þar sem honum ætti að vera kunnugt um, að jeg átti tal við nefndarmennina um þetta fyrir löngu áður en hún hafði lokið starfi sínu. Jeg talaði fimm sinnum við formann nefndarinnar um að taka upp þessa stefnu í launamálunum, og jeg mun hafa talað um þetta við annan nefndarmann, sem hæstv. forsætisráðh. (J. M.) mun þekkja best allra manna.