30.08.1919
Neðri deild: 50. fundur, 31. löggjafarþing.
Sjá dálk 1263 í B-deild Alþingistíðinda. (1042)

26. mál, laun embættismanna

Frsm. (Þórarinn Jónsson):

Jeg get enn ekki gengið inn á, að reikningur háttv. þm. Borgf. (P. O.) sje rjettur, því þegar við tölum um laun, getum við ekki talað um dýrtíðaruppbót. Hún er alls ekki laun í sjálfu sjer. Hitt er misskilningur hjá háttv. þm. (P. O.), að jeg hafi verið að bregða honum sjerstaklega um hreppapólitík. Og þó ýmislegt fleira væri rangt í ræðu hans, hirði jeg ekki um að leiðrjetta það. Það dæmir sig sjálft.