30.08.1919
Neðri deild: 50. fundur, 31. löggjafarþing.
Sjá dálk 1263 í B-deild Alþingistíðinda. (1043)

26. mál, laun embættismanna

Pjetur Ottesen:

Að eins ein setning. Reikningur minn er rjettur, og ef háttv. frsm. (Þór. J.) ætlar að eins að taka föstu launin, en sleppa dýrtíðaruppbótinni, þá gætum við eins tekið laun verkamanna, eins og þau voru fyrir stríðið, og slept svo launahækkuninni, sem orðið hefir síðan hjá þeim.