02.09.1919
Efri deild: 46. fundur, 31. löggjafarþing.
Sjá dálk 1275 í B-deild Alþingistíðinda. (1055)

26. mál, laun embættismanna

Frsm. (Kristinn Daníelsson):

Það var eðlilegt, að fyrirspurn sú, er háttv. þm. Ak. (M. K.) bar fram, kæmi hjer við umr., og hefir hæstv. forsætisráðherra svarað því svo sem þurfti, en í tilefni af því vil jeg bæta því við, að formaður nefndarinnar skýrði henni svo frá, að stjórnin myndi ræða þetta mál síðar við hana, eða jafnvel bera sjálf fram brtt. um það. Það dettur víst engum háttv. þm. í hug að svifta eftirlaunamenn dýrtíðaruppbót. Þeir mega áreiðanlega síst allra án hennar vera.

Jeg er samþykkur hæstv. forsætisráðherra (J. M.) um það, að reikna beri dýrtíðaruppbótina 1920 eftir verðstuðlinum haustið 1919, og uppbótina fyrir síðari hluta yfirstandandi árs verður að reikna eftir sama hlutfalli og uppbótina 1920.