08.09.1919
Efri deild: 51. fundur, 31. löggjafarþing.
Sjá dálk 1313 í B-deild Alþingistíðinda. (1075)

26. mál, laun embættismanna

Forsætisráðherra (J. M.):

Það er að eins lítil leiðbeining út af ræðu hv. 2. þm. Húnv. (G. Ó.). Hann sagði að jeg hefði helst mælt með þeim brtt., er fjarstar hefðu verið stjórnarfrv. Þessum orðum sínum getur háttv. þm. (G. Ó.) ekki fundið stað nema um eina smábreytingu. Öðrum breytingum, sem fóru í þá átt, að gera frv. samkvæmara stjórnarfrv., mælti jeg ekki móti. Jeg mælti með lækkun bráðabirgðauppbótar presta, en úr því að munurinn á sýslumannslaununum í 2. og 3. flokki var færður niður í 200 kr., taldi jeg rjettast að láta skipulag Nd. haldast eða hafa að eins 2 flokka. Annað hefir ekki getað gefið hv. þm. (G. Ó.) tilefni til að segja að jeg væri ósamkvæmur stjórnarfrv.

Það var rjett, að jeg taldi rjettast að nema skrifstofukostnaðinn úr frv., en að öðru leyti eru ummæli hans gripin úr lausu lofti.