08.09.1919
Efri deild: 51. fundur, 31. löggjafarþing.
Sjá dálk 1314 í B-deild Alþingistíðinda. (1078)

26. mál, laun embættismanna

Frsm. (Kristinn Daníelsson):

Út af orðum háttv. þm. Ak. (M. K.) skal jeg geta þess, að breytingin á 33. gr., um niðurfelling tímatakmarksins 1. okt. 1914, er gerð eftir ósk sambandsins, enda getur hann sjeð, ef hann les greinina, að það skiftir ekki máli, þótt þessu sje slept, því að haustið 1914 stendur síðar í greininni.

Um aukalækni á Akureyri vil jeg skjóta því til formanns nefndarinnar að láta athuga þetta atriði á nefndarfundi.