07.07.1919
Neðri deild: 3. fundur, 31. löggjafarþing.
Sjá dálk 1364 í B-deild Alþingistíðinda. (1118)

23. mál, stofnun lífeyrissjóðs fyrir embættismenn

Forsætisráðherra (J. M.):

Þetta frv., sem stjórnin leggur fram, gerir ráð fyrir að afnema eftirlaun embættismanna, en að þeir safni sjer lífeyri. Er frv. þetta sniðið eftir frv. því, er launamálanefndin samdi, og víkur líka nokkuð að því sama, sem áður hefir verið gert, hvað prestana snertir. Mun þetta vinsælla en eftirlaunin, enda eru þau alls ekki fullnægjandi. Eftir frv. getur lífeyririnn orðið allhár eftir margra ára embættisþjónustu, enda rjettlátt, að þeir, sem lengi þjóna, fái að sama skapi hærri lífeyri. Hjer er lagt til, að tillagið úr ríkissjóði verði miklu ríflegra en launanefndin gerði ráð fyrir. Einnig er tillagið til sjóðsins frá embættismönnum hærra heldur en ráð var fyrir gert í frv. nefndarinnar.

Jeg býst við, að þessu frv. verði vísað til sömu nefndar og launamálinu.