07.07.1919
Neðri deild: 3. fundur, 31. löggjafarþing.
Sjá dálk 1372 í B-deild Alþingistíðinda. (1139)

41. mál, ekkjutrygging embættismanna

Forsætisráðherra (J. M.):

Þetta frv. er nokkuð meira frábrugðið frv. launamálanefndarinnar heldur en næsta frv. á undan, sjerstaklega að því leyti, að það gerir einnig ráð fyrir eftirlaunum handa ekkjum embættismanna og börnum þeirra. Jeg þykist vita, að þótt gjöld landssjóðs verði að nokkru aukin með frv. þessu, þá muni það fá góðar undirtektir hjá hinu háa Alþingi. Það hefir undanfarið verið tekið hjer á þingi sanngjarnlega í málaleitanir embættismannaekkna að þessu leyti. Jeg tel sjálfsagt að vísa málinu til launamálanefndar og vona, að háttv. nefnd taki því vel.