18.07.1919
Efri deild: 10. fundur, 31. löggjafarþing.
Sjá dálk 1378 í B-deild Alþingistíðinda. (1159)

25. mál, lögreglusamþykktir fyrir kaupstaðina

Magnús Kristjánsson:

Ekki geri jeg mig ánægðan með svar háttv. frsm. (Jóh. Jóh.), og ástæðu hans álít jeg ekki allskostar viðeigandi. Hann byggir á núverandi ástandi, en víst er, og vonandi, að ekki haldist það um aldur og æfi, svo ekki er sú ástæða svo veigamikil, að hún geti sannfært mig.

Það er augljóst, eins og jeg tók fram, að þeir verða ekki allmargir, sem int geta af höndum svo háar sektir, og rekur þá að því, sem jeg mintist á, að menn verða að afplána sektirnar, og þannig baka landssjóði kostnað. En auk þess er sá galli á, að alment er svo álitið, að blettur sje á manni, sem afplánað hefir sekt, og er sú ástæða út af fyrir sig nægileg á móti frv. eins og það nú er.