24.07.1919
Neðri deild: 15. fundur, 31. löggjafarþing.
Sjá dálk 1388 í B-deild Alþingistíðinda. (1176)

25. mál, lögreglusamþykktir fyrir kaupstaðina

Jörundur Brynjólfsson:

Það voru að eins örfá orð. Þegar þetta frv. var lagt fyrir háttv. Ed., þá var sektarákvæðið tiltekið 1000 kr. í frv. En háttv. Ed. breytti þessu og lækkaði það niður í 500 kr. Eftir verðgildi peninga, eins og það er nú hygg jeg að 1000 krónur hafi ekki verið of hátt, og því engin ástæða til að færa sektina niður. Menn verða að athuga, að þau brot geta verið til, er verðskuldi þunga refsingu. Jeg vildi leyfa mjer að skjóta þessu til háttv. nefndar, er fær málið til athugunar, og hvort ekki væri rjett að láta ákvæðið standa óbreytt eins og það var upphaflega í frv.