24.07.1919
Neðri deild: 15. fundur, 31. löggjafarþing.
Sjá dálk 1389 í B-deild Alþingistíðinda. (1177)

25. mál, lögreglusamþykktir fyrir kaupstaðina

Forsætisráðherra (J. M.):

Eins og sjá má í athugasemdum frv., þá er það komið fram samkvæmt beiðni bæjarstjórnarinnar í Reykjavík. Jeg hefi ekki neinu að bæta við það, sem tekið er fram í athugasemdunum við stjórnarfrv. Mjer virðist, að bæði bæjarstjórnin og ráðuneytið megi vera ánægð með undirtektir háttv. Ed og geti látið þar við sitja. Jeg býst við, að þessu máli hafi verið vísað til allsherjarnefndar í hv. Ed., og held jeg rjettast, að það færi þá leið hjer í Nd. líka