07.07.1919
Efri deild: 3. fundur, 31. löggjafarþing.
Sjá dálk 1400 í B-deild Alþingistíðinda. (1201)

25. mál, lögreglusamþykktir fyrir kaupstaðina

Eggert Pálsson:

Af sömu ástæðu, sem jeg tók fram í dag við umr. frv. til laga um hæstarjett, verður það og enn tillaga mín, að þessu frv. verði vísað til væntanlegrar stjórnarskrárnefndar og umr. því frestað þangað til sú nefnd er kosin. Er enginn vafi á því, að frv. er í nánu sambandi við sambandslögin, en hitt nauðsynlegt, eins og jeg tók fram í dag, að skift sje nokkurn veginn jafnt milli nefndanna, svo að ekki hlaðist um of störf á sumar þeirra. En þótt stjórnarskráin sje mikilsvert mál, þá er það þó svo vel undirbúið, að nefnd sú, sem um það fjallar, getur vafalaust bætt á sig nokkrum fleiri málum án þess að henni verði íþyngt í samanburði við aðrar nefndir.