07.07.1919
Efri deild: 3. fundur, 31. löggjafarþing.
Sjá dálk 1401 í B-deild Alþingistíðinda. (1203)

25. mál, lögreglusamþykktir fyrir kaupstaðina

Magnús Kristjánsson:

Jafnvel þótt frv. þetta geti átt heima hjá allsherjarnefnd, þá virðist mjer samt heppilegast að vísa því til sjávarútvegsnefndar. Það er athugandi, að jafnvel nú þegar hefir mjög mörgum málum verið vísað til allsherjarnefndar, og búast má við enn fleiri svo að hún mun fá nóg að gera. Það er engan veginn svo, að jeg telji eftirsóknarvert fyrir sjávarúvegsnefndina að hafa þetta frv. til meðferðar, en þangað ættu þó að fara mál, sem varða siglingar og fiskveiðar, og það gerir þetta frv. að mínu áliti.