19.08.1919
Efri deild: 34. fundur, 31. löggjafarþing.
Sjá dálk 1421 í B-deild Alþingistíðinda. (1221)

25. mál, lögreglusamþykktir fyrir kaupstaðina

Fjármálaráðherra (S. E.):

Jeg sje að hjálparliðið er komið fram á vígvöllinn. Lögreglustjórinn virðist ekki vera sjerlega áfram um, að þetta mál nái fram að ganga. Háttv. þm. Ísaf. (M. T.) vildi endurbæta ástandið úti um land. En hver á að gera það? Hjer er einmitt farið fram á, að fenginn verði sjerfróður maður, sem geti kent mönnum úti um landið.