13.09.1919
Neðri deild: 63. fundur, 31. löggjafarþing.
Sjá dálk 1430 í B-deild Alþingistíðinda. (1238)

25. mál, lögreglusamþykktir fyrir kaupstaðina

Fjármálaráðherra (S. E.):

Háttv. þm. (P. O.) vísaði til þm. Vestm. (K. E.) um þetta efni. En jeg skal taka það fram, að hann hefir enga sjerþekkingu á þessu sviði. Páll Halldórsson hefir sjeð um endurskoðunina. Og það hefir enginn sjerþekkingu á skipamælingum í stjórnarráðinu. Sá, sem nú fæst við þennan starfa, Gísli Ísleifsson, er ágætur maður. Og það er algerlega tilhæfulaust, að jeg vantreysti fjármálaskrifstofunni. Skrifstofa þessi er mjög vel skipuð, og er það ef til vill dálítið mjer að þakka. En þar hefir enginn sjerþekkingu á þessum mælingum. Og jeg geng að því alveg vísu, að frv., eins og það er nú orðið í höndum þingsins, bæti alls ekki úr þeim göllum, sem nú eru á skrásetningu skipa.