07.07.1919
Efri deild: 3. fundur, 31. löggjafarþing.
Sjá dálk 1434 í B-deild Alþingistíðinda. (1254)

29. mál, siglingalög

Fjármálaráðherra (S. E.):

Jeg get látið mjer nægja að vísa til þess, sem jeg sagði í dag um skipaskrásetningarfrv.

Jeg skal að eins geta þess, að hin almenna heimild, sem stjórninni var veitt í lögum 30. nóv. 1914, 1. gr., um undanþágu undan skilyrðum siglingalaganna, er feld niður í þessu frv., með því að engin ástæða virðist til þess að halda henni. Þetta hefir að sjálfsögðu engin áhrif á þær sjerstöku undanþágur, sem veittar hafa verið, t. d. ísl. eimskipafjelaginu.

Legg jeg til, að frv. sje vísað til sjávarútvegsnefndar.