21.07.1919
Efri deild: 12. fundur, 31. löggjafarþing.
Sjá dálk 1435 í B-deild Alþingistíðinda. (1257)

29. mál, siglingalög

Fjármálaráðherra (S. E.):

Jeg þakka hv. nefnd fyrir, að hún í öllum aðalatriðunum hefir fallist á frv. stjórnarinnar. Þrjár brtt. hefir nefndin gert við frv. Aðalbreytingin, og sú sem nokkru skiftir, fer í þá átt, að skip, sem skrásett voru fyrir 1. des. 1918, megi halda áfram að vera í skipaskránni, þó þau fullnægi ekki skilyrðum laganna. Jeg vil ekki setja mig gegn þessari brtt., því nokkur sanngirni er í henni, og hún undirstrikar fastlega muninn á íslenskum og dönskum skipum eftir fullveldisviðurkenninguna.

Hinar brtt. eru að eins orðabreytingar.