15.08.1919
Neðri deild: 36. fundur, 31. löggjafarþing.
Sjá dálk 1447 í B-deild Alþingistíðinda. (1272)

29. mál, siglingalög

Frsm. (Pjetur Ottesen):

Jeg skal vera stuttorður og blanda mjer ekki í deilur hæstv. fjármálaráðherra (S. E.) og hv 2. þm. Árn. (E. A.). Mjer skildist á hæstv. fjármálaráðherra (S. E.), að hann mundi geta felt sig við brtt. hv. 2. þm. Árn. (E. A.), ef brtt. nefndarinnar verður samþykt ásamt þeim, enda er það, eins og jeg hefi áður bent á, í samræmi við það, sem fram er tekið í athugasemdunum við frv. stjórnarinnar, þótt hann leggi ekki eins mikið upp úr breytingunum eins og nefndin gerir. Jeg skal geta þess, að ef brtt. verða samþyktar, þá þarf að bæta og við á tveim stöðum, til þess að brtt. og frv. falli saman. Mun verða sjeð til, að þetta verði lagað á undan 3. umr. málsins.