19.09.1919
Efri deild: 60. fundur, 31. löggjafarþing.
Sjá dálk 404 í B-deild Alþingistíðinda. (129)

1. mál, fjárlög 1920 og 1921

Frsm. fjárhagsnefndar (Magnús Torfason):

Jeg þarf ekki miklu við að bæta fyrri ræðu mína. Þó skal jeg geta þess til skilningsauka, að tekjuauki stjórnarinnar er aðallega miðaður við stríðsárin fimm, þó árin fyrir stríðið sjeu höfð nokkuð til hliðsjónar. En nú er það ástand, sem þá varð að miða við, óðum að hverfa, enda mun mega áætla, að hjer um bil allir tekjuliðirnir fari 20–30% fram úr áætlun nefndarinnar í hverju meðalári.