19.09.1919
Efri deild: 60. fundur, 31. löggjafarþing.
Sjá dálk 404 í B-deild Alþingistíðinda. (130)

1. mál, fjárlög 1920 og 1921

Fjármálaráðherra (S. E.):

Það er ekki rjett, að tekjuáætlanir stjórnarinnar sjeu eingöngu miðaðar við stríðsárin. (M. T.: Sagði ekki eingöngu).

Það hefir þvert á móti verið reynt að taka tillit til hvorstveggja ástandsins. En hins vegar hefir stjórnin ekki viljað áætla tekjurnar hærri en full vissa væri fyrir að þær yrðu.

Sömuleiðis má benda á það, að gjöldin hafa líka farið langt fram úr áætlun, svo það er því meiri ástæða til að fara varlega.

Annars vona jeg fastlega, að þau tekjuaukafrv., sem fyrir liggja, nái fram að ganga, og þá sjerstaklega vörutollurinn. Ekki mun af veita.