29.08.1919
Neðri deild: 49. fundur, 31. löggjafarþing.
Sjá dálk 1562 í B-deild Alþingistíðinda. (1314)

5. mál, stjórnarskrá konungsríkisins Íslands

Bjarni Jónsson:

Jeg veit hvað því veldur, að hæstv. forsætisráðherra þykist ekki finna neitt nýtt í því, sem jeg hefi sagt; því veldur hið sama sem því, að einn lögfræðingur gat á engan hátt sjeð, að breyta þyrfti einni grein í stjórnarskránni, þótt öllum öðrum væri það ljóst. Það er sama sálarblindan, sem lagst hefir á hæstv. forsætisráðherra (J. M.). Svo er það nokkuð annað, sem jeg vil gera athugasemd við. Hæstv. ráðherra (J. M.) hermir ekki alveg rjett samtal okkar. Jeg sagði, að jeg gerði mig ánægðan með 5 ára búsetutíma, en komið gæti til mála, að 4 ára búsetutími gæti orðið að samningum okkar á milli. Þetta er nokkuð annað en hitt.