19.09.1919
Efri deild: 60. fundur, 31. löggjafarþing.
Sjá dálk 405 í B-deild Alþingistíðinda. (132)

1. mál, fjárlög 1920 og 1921

Frsm. fjárveitinganefndar (Eggert Pálsson):

Ef ekkert er farið út fyrir bær brtt., sem fram eru komnar við 6.–11. gr., er það ekki mikið, sem þarf að taka fram því þær eru að eins tvær, frá fjárveitinganefnd; en engar frá einstökum hv. þm.

En þar sem þessi bálkur, útgjaldabálkur fjárlaganna í heild, er hjer eiginlega fyrst til umr. nú, þykir mjer hlýða að lýsa nokkuð afstöðu fjárveitinganefndar yfirleitt til gjaldanna allra.

Þess er þá fyrst að geta, að nefndin treystist ekki til að gera neinar stórvægilegar lækkanir á útgjöldunum. Það hefði þá einna helst verið á útgjöldum 13. gr., að slíkt hefði getað komið til mála. Þar hefði þá verið um tvent að velja: í fyrsta lagi að stryka út einhverja liði fyrir fult og alt, en þá var fyrir annað vandamál, sem sje að skera úr því, hvaða liðir það ættu að vera. Í öðru lagi að lækka einstaka liði. En það var heldur ekki fært, því það sýndist fremur þvert á móti liggja beinna við að hækka þar fjárveitingarnar fremur en lækka, ef þær ættu að koma að fullum notum, þar sem segja má, að kostnaður við verklegar framkvæmdir hafi þrefaldast að minsta kosti.

En þó niðurstaðan hafi orðið sú, að hækka hvorki nje lækka, svona yfirleitt hefir þó komið út dálítil hækkun vegna ýmsra smábreytinga, sem nefndinni fanst nauðsyn á að gera. Þegar þessi hækkun er sundurliðuð. nemur hún öll:

Á 10. gr kr. 1,600 — 1,600

— 11. — — 1,800 — 1,800

— 12. — — 9,500 — 9.500

— 13. — B — 9,600

— 13. — D — 98,000

— 13. — E — 8,550 — 116,150

— 14. — A — 2,400

— 14. — B — 17,000 — 19,400

— 15. — — 36,200 — 36,200

— 16. — — 67,500 — 67,500

En allar þessar hækkanir nema samtals kr. 252.150. og verður nú að draga frá þeim lækkunina, sem nefndin gerir ráð fyrir, en hún nemur sundurliðuð:

Á 12. gr kr. 1,000

— 13. — A — 20,000

— 15.— — 14,800

— 16.— — 20,000

eða samtals á öllum greinunum kr. 55,800. Þegar þessi upphæð er svo dregin frá hækkunarupphæðinni — eða kr. 252,150 ÷ 55,800 — verður útkoman sú, að hækkunin nemur kr. 196,350.

En nú ber þess að gæta, að hjer er í rauninni hvorki um að ræða raunverulegar hækkanir nje lækkanir, því nefndin hefir tekið með í þessa áætlun sína ýmsa liði, sem slept hafði verið í hv. Nd., en allir vissu þó að áttu að vera þarna og hljóta að vera þarna, ef hlutföllin eiga að vera rjett og öll kurl að koma til grafar, eftir því sem unt er. En ef ekki er tekið tillit til þessara liða, verður að sundurliða raunverulega hækkunina og lækkunina þannig að hún nemur:

Á 11. gr kr. 1,800

— 12. — — 2,900

— 13. — B — 8,000

— 14. — A — 2,400

— 14. — B — 5,200

— 15. — — 30,200

— 16. — — 67,500

en það nemur samtals kr. 118.000. En lækkunin er aftur á móti:

Á 12. gr kr. 1,000

— 15. — — 14,800

— 16. — — 20.000

eða samtals kr. 35,800; eða þegar þessi lækkun er dregin frá hinni raunverulegu hækkun — þ. e. a. s. 118,000 35,800 —

verður útkoman kr. 82,200.

Jafnvel þessi upphæð mundi sennilega ekki vaxa mönnum í augum, eða þykja ýkjamikil hækkun í meðferð heillar nefndar á svo merku og umfangsmiklu máli. En þó er þetta heldur ekki sú eiginlega raunverulega hækkun. Því að mjer virðist auðsætt, að enn megi draga frá þessu ýmsar upphæðir. Það mun t. d. tæpast geta reiknast nefndinni til synda þó að hún hafi tekið upp liði sem augsýnilega höfðu fallið niður í hv. Nd. af vangá. Þannig virðist mjer, að dragi megi frá hjer upphæðina til landmælinga, sem er 60 þús. kr., og verða þá að eins eftir kr. 22,200. Enn fremur finst mjer mega draga hjer frá 5.200 kr. til Stýrimannaskólans, svo að þegar alt kemur til alls, nemur raunveruleg hækkun nefndarinnar á þessum bálki að eins seytján þúsund krónum, og mun enginn geta kallað það mikið.

Þessar athugasemdir ættu að nægja um allan bálkinn yfirleitt. En þó skal jeg geta þess, að viðvíkjandi lækkuninni gildir að sumu leyti það sama og um hækkunina, þó að sú upphæð, sem jeg nefndi síðast, sje rjett.

Viðvíkjandi einstökum brtt. skal jeg geta þess um skrifstofukostnað bæjarfógetans, að hann hefir fært fullgild rök fyrir því að hækka þurfi laun starfsmannanna þar, svo að þau samsvari launum í stjórnarráðinu. Að öðrum kosti yrði ekki kleift að halda sæmilega góðum mönnum. Verður ekki komist af með minna en 600 kr. viðbót á ári í þessu falli. Sama er að segja um, skrifstofukostnað lögreglustjórans. Það virðist ekki nema sanngjarnt, að fulltrúar beggja þessara embættismanna hafi sömu laun. En þar sem einum skrifaranum á skrifstofu bæjarfógeta hafa nú verið ætlaðar af hv. fjárveitinganefnd Nd. og Nd. sjálfri, 2,700 kr., má ekki minna vera, en að fulltrúarnir hafi 300 kr. meira.