18.09.1919
Efri deild: 59. fundur, 31. löggjafarþing.
Sjá dálk 1657 í B-deild Alþingistíðinda. (1369)

5. mál, stjórnarskrá konungsríkisins Íslands

Jóhannes Jóhannesson:

Ótti háttv. þm. Ísaf. (M. T.) við það, að vjer værum ekki einráðir um búsetuákvæðið, átti sinn þátt í því, að hann var á móti sambandslögunum. En það hefir nú sýnt sig, að sá ótti var ástæðulaus; búsetuákvæði stjórnarskrárinnar 1915 þurfti að breyta, til þess að jafnt tæki til Dana sem Íslendinga.