19.09.1919
Efri deild: 60. fundur, 31. löggjafarþing.
Sjá dálk 414 í B-deild Alþingistíðinda. (138)

1. mál, fjárlög 1920 og 1921

Fjármálaráðherra (S. E.):

Jeg sagði, að á þessum tímum yrði fyrst og fremst að hugsa um að ná peningunum inn í landssjóðinn; tími væri ekki til að láta meginreglu (princip) skattamálanna heyja hjer einvígi; og það þýðir ekki neitt að koma fram með frv., sem fyrirsjáanlegt er að ekkert fylgi hafa, því landssjóðinn vantar fje. Þingmaðurinn má svo snúa út úr þessu eins og hann vill.

Jeg skal ekki fara að tala neitt um diplomatí. Hv. þm. Ísaf. (M. T.) er altaf að æfa sig í því, án þess þó að nokkur árangur hafi enn sjest af því.