26.07.1919
Neðri deild: 18. fundur, 31. löggjafarþing.
Sjá dálk 1684 í B-deild Alþingistíðinda. (1416)

66. mál, aðflutningsgjald af salti

Benedikt Sveinsson:

Út af því, sem kom til orða við 2. umr. málsins, að tvímæli gæti leikið á um það, hvað yrði um vörutollinn, þegar lög þessi falla úr gildi, hefi jeg viljað leyfa mjer að bera nú fram brtt, til að varna tvímælum um þetta atriði. Brtt. er, að 3. gr. orðist svo: ............. (sjá A. 180).

Eins og menn sjá, er hjer ekki um neina efnisbreytingu að ræða, heldur skýrara orðalag. Jeg leyfi mjer að afhenda hæstv. forseta till. þessa.