19.09.1919
Efri deild: 60. fundur, 31. löggjafarþing.
Sjá dálk 422 í B-deild Alþingistíðinda. (143)

1. mál, fjárlög 1920 og 1921

Atvinnumálaráðherra (S. J.):

Jeg vil að eins gefa þá skýringu, að vegamálastjórinn notar aðstoðarmennina til ýmsra starfa, svo sem til mælinga, er hann og aðstoðarverkfræðingur hans komast ekki yfir. Slíkir menn eru ekki eins dýrir og hinir svo kölluðu verkfræðingar, og verður þannig sparnaður með þessu móti.

Það er rjett, sem háttv. framsm. (E. P.) sagði um Hvítárbakkaskólann. En þótt minna hafi verið unnið að unglingaskólafræðslu um hríð en áður, þá munu þeir brátt rísa upp aftur, og væri þá æskilegt að bæta einnig 500 krónum við hina skólana; mætti gera það við 3. umræðu.