08.08.1919
Efri deild: 24. fundur, 31. löggjafarþing.
Sjá dálk 1696 í B-deild Alþingistíðinda. (1431)

66. mál, aðflutningsgjald af salti

Kristinn Daníelsson:

Jeg vil að eins gera stutta athugasemd í tilefni af ummælum hæstv. fjármálaráðh. (S. E.) um, að hjer sje að ræða um lán til sjávarútvegarins. Hæstv. fjármálaráðh. (S. E.) viðurkendi nú, að hjer væri að ræða um ráðstöfun, sem hefði verið gerð vegna landsheildarinnar, og er því, að því er jeg best fæ sjeð, viðurkent, að landsheildinni beri að borga það. Þetta kemur og ljóst fram í því, að ef sjávarútvegurinn þætti ekki vera fær um þessa álögu, þá mundi engum hafa dottið í hug að halda því fram, að hann ætti að greiða þetta, heldur landsheildin. Jeg tek þetta fram vegna þess, að það gæti haft mjög óheppilegar afleiðingar, ef það ætti að slá slíku föstu sem „principi“. Get jeg t. d. ekki sjeð, að ef landbúnaðurinn þyrfti af einhverjum sjerstökum ástæðum hjálpar við, þá ætti ekki að veita til hans styrk nema gegn því, að hann endurgreiddi hann síðan sjálfur.