31.07.1919
Neðri deild: 22. fundur, 31. löggjafarþing.
Sjá dálk 1709 í B-deild Alþingistíðinda. (1459)

103. mál, verslunarlóðin á Sauðárkróki

Flm. (Magnús Guðmundsson):

Það hefir farið svo á Sauðárkróki, sem víðar annarsstaðar, að verslunarlóðin er orðin þar of lítil, og er nú svo komið, að orðið hefir að reisa hús utan hennar, enda er ekki að furða, þótt farið sje að þrengjast á verslunarlóðinni, því að Sauðárkrókur var löggiltur verslunarstaður með opnu brjefi 27. maí 1857 og verslunarlóðin tiltekin þá.

Það er eftir ósk hreppsnefndarinnar í Sauðárkrókshreppi, að jeg ber fram frv. þetta, og vona jeg, að hv. deild lofi því að ganga áfram án þess að vísa því til nefndar, eigi síður en öðrum samkynja frv.

Sje jeg svo eigi ástæðu til að fjölyrða um málið, en vísa til greinargerðarinnar fyrir frv.