25.07.1919
Neðri deild: 16. fundur, 31. löggjafarþing.
Sjá dálk 1715 í B-deild Alþingistíðinda. (1495)

67. mál, póstlög

Frsm. (Magnús Guðmundsson):

Jeg gat þess við 2. umr., að brtt. um það, hve nær lög þessi skyldu öðlast gildi, mundi koma fram við 3. umr. Þessi brtt. er á þgskj. 153, og samkvæmt henni ganga lögin í gildi 1. jan. næstkomandi. Er auðsætt, að það verður að vera ákveðið svo, því að lögin um hækkun burðargjalds gilda til ársloka 1919. Vona jeg því, að hv deild hafi ekkert að athuga við till. þessa.