04.08.1919
Efri deild: 21. fundur, 31. löggjafarþing.
Sjá dálk 1720 í B-deild Alþingistíðinda. (1509)

81. mál, sala á þjóðjörðinni Ögri og Sellóni

Halldór Steinsson:

Jeg er þakklátur hv. landbúnaðarnefnd fyrir það, hversu vel hún hefir tekið í mál þetta. En ekki get jeg fallist á, að sanngjarnt sje að hækka söluverð jarðanna um helming, eða úr 10 þús. kr. upp í 20 þús. kr.

Eftir skjölum málsins, sem hafa legið fyrir nefndinni, finst mjer þetta óeðlileg hækkun.

En þetta skiftir ekki svo miklu máli, þar sem það er lagt á vald stjórnarinnar að ákveða verðið, og stjórninni að eins gefnar bendingar í nál.

Vona jeg, að hæstv. stjórn sjái, þegar hún athugar málið, að hækkun sú, er nefndin bendir á, er alt of mikil.