04.08.1919
Efri deild: 21. fundur, 31. löggjafarþing.
Sjá dálk 1720 í B-deild Alþingistíðinda. (1510)

81. mál, sala á þjóðjörðinni Ögri og Sellóni

Atvinnumálaráðherra (S. J.):

Jeg lít svo á, að þetta sje að eins bending til stjórnarinnar, enda er það auðsjeð á orðalagi nál.

Þótt jeg sje ekki meðmæltur þjóðjarðasölu, er jeg með því, að Ögur sje seld, en hefi enn ekki gert mjer ljóst, hvort þörfin sje eins brýn hvað sölu Sellóns viðvíkur.

Jeg álít meira þjóðargagn að selja kauptúninu Ögur en hafa jörðina svona áfram í höndum leiguliða.

Í höndum kauptúnsins myndu landsnytjar verða meir sparaðar, en án sparnaðar endast þær ekki nema stuttan tíma.

Jeg er því meðmæltur frv., en tek það fram, að jeg hefi ekki aflað mjer nægilegs kunnugleika hvað Sellóni viðvíkur.

Sellón er eyja, sem heppileg mun vera t. d. til að geyma þar ýms dýr, sem flutt kunna að verða til landsins og hafa þarf í sóttvörn.

En jeg hygg, að fleiri eyjar sjeu eins heppilegar, svo þetta skifti því ekki miklu máli.