07.08.1919
Efri deild: 23. fundur, 31. löggjafarþing.
Sjá dálk 1727 í B-deild Alþingistíðinda. (1532)

84. mál, sjúkrasamlög

Kristinn Daníelsson:

Jeg ætla að leyfa mjer að stinga upp á, að málinu verði vísað í nefnd að umræðu lokinni. Jeg hygg, að öllum muni finnast frv. þetta sanngjarnt, og jeg get ekki sjeð, að það komi nokkursstaðar í bág við gildandi lög. En um þetta mál eru nú til þrenn lög, og eru hin síðustu frá árunum 1915 og 1917. Í lögunum frá 1917 er ráðgert, að stjórnin láti færa báðar breytingarnar inn í eldri lögin; en það hefir eigi verið gert, svo mjer finst rjettast að gera það nú, er 4. lögin eiga að koma.

Jeg efast ekki um, að hv. deild er mjer sammála um, að það beri ekki að íþyngja nefndunum að óþörfu, en þetta er ekki mikið verk, og mjer finst sjálfsagt, að ákvæðinu frá 1917 sje nú fullnægt og lögin birtist í einni heild.

Jeg legg því til, að málinu verði vísað til nefndar.