18.08.1919
Efri deild: 33. fundur, 31. löggjafarþing.
Sjá dálk 1751 í B-deild Alþingistíðinda. (1564)

113. mál, brúargerðir

Fjármálaráðherra (S. E.):

Jeg vil að eins skjóta fram þeirri spurningu hvort meiningin sje að láta taka eitt stórt lán eða fleiri lán smám saman. Mönnum má vera það kunnugt, að það er dýrt að taka lán í bili, og sjálfsagt mundi verða tap á því að geyma lánið í bönkunum, sem ekki yrði hjá komist, ef lán væri tekið í einu lagi. Hitt er rjett, að ódýrra efni fengist, ef mikið yrði keypt í einu, og myndi þetta að líkindum vera á valdi stjórnarinnar.