20.08.1919
Efri deild: 35. fundur, 31. löggjafarþing.
Sjá dálk 1752 í B-deild Alþingistíðinda. (1567)

113. mál, brúargerðir

Eggert Pálsson:

Tvær óverulegar brtt. á þgskj. 416, sem jeg hefi leyft mjer að flytja, valda því, að jeg bið mjer hljóðs.

Hin fyrri er leiðretting á nafni ár einnar í Ölfusi, sem í frv. er nefnd Bakkakotsá, en heitir Bakkárholtsá. Það er eins og það sjeu álög á þessari á, að aldrei sje haft rjett nafn hennar, því að í sjálfri brtt., sem miðar að því að leiðrjetta nafnið, er nafn hennar rangt, Bakkarholtsá, en væntanlega má lagfæra það á skrifstofunni.

Hin brtt. fer fram á það að skeyta inn einni brú í frv., sem sje yfir Strandarsíki. Þótt síki þetta sje ekki stórt og menn verði varir við það á sumardegi, þá getur það samt á vetrum orðið afarilt yfirferðar. Og úr því að ætlast er til, að brúuð verði öll vatnsföll, þá taldi jeg ekki rjett, að síki þessu væri slept. En nú hefi jeg fengið upplýsingar um það, að síki þetta sje tekið upp í frv., upp í B.-lið þess, og sje ætlast til þess, að gerðar verði ekki ein, heldur tvær brýr yfir það. En á þessu hafði jeg ekki varað mig. Með þetta fyrir augum og í trausti þess, að brúm þessum verði ekki slept, þegar þar að kemur, lýsi jeg því yfir, að jeg tek brtt. aftur.