22.08.1919
Efri deild: 37. fundur, 31. löggjafarþing.
Sjá dálk 1753 í B-deild Alþingistíðinda. (1572)

113. mál, brúargerðir

Magnús Kristjánsson:

Jeg vil að eins beina þeirri spurningu til hæstv. fjármálaráðh. (S. E.), hvort stjórnin muni fallast á þá tillögu fjárveitinganefndar, að fella úr fjárlögunum þær brýr, sem þar eru nefndar. Það væri vafalaust misráðið. Mjer nægja ekki þær brýr, sem komnar eru á pappírinn í þessu frv. Þær koma ekki að fullu gagni, og guð má vita hve nær þær verða annað en pappírsgögn. Drátturinn getur orðið afarlangur Jeg treysti hæstv. stjórn til, að hún láti það ekki viðgangast mótmælalaust, að þær brýr, sem í fjárlögum standa, verði feldar burt þaðan Jeg er ekki ráðinn í því, hvort jeg greiði þessu frv. atkv. Líklega mun það gilda einu, hvort heldur verður, og mun jeg því láta það hlutlaust, að þessu sinni.