22.09.1919
Efri deild: 62. fundur, 31. löggjafarþing.
Sjá dálk 494 í B-deild Alþingistíðinda. (166)

1. mál, fjárlög 1920 og 1921

Fjármálaráðherra (S. E.):

Örstutt athugasemd. Það er satt, að með öðrum þjóðum hefir utanríkisstjórnin tauminn í utanríkismálunum. En menn munu hafa veitt því eftirtekt, að í þeim málum eru milliliðir, sem framkvæma hitt og þetta, og sýnir þetta, að þetta atriði hefir ekki eingöngu formella, heldur einnig reella þýðingu.

Um kostnaðinn gaf hæstv. forsætisráðherra (J. M.) upplýsingar, um laun sendiherra hjá Dönum, og voru þær upphæðir engan veginn ægilegar. Og það er alls ekki meiningin, að sendiherrann eigi að halda uppi óþarfa tildri, veislum eða þess háttar.