21.08.1919
Neðri deild: 41. fundur, 31. löggjafarþing.
Sjá dálk 1786 í B-deild Alþingistíðinda. (1669)

128. mál, ritsíma- og talsímakerfi Íslands

Bjarni Jónsson:

Það var að eins stutt athugasemd út af brtt á þgskj. 428, sem háttv. frsm. (Þór. J.) gat um að nefndin hefði komið með eftir ósk landssímastjórans.

Jeg get ekki annað sjeð en að till. nefndarinnar sjeu miklu betri, og sje því sjálfsagt að samþykkja hana og ákveða stauraröðina þeim megin fljótsins, sem þar er gert.

Sje það ekki gert, verða útilokaðar tvær stórar sveitir, Vallahreppur og Skriðdalshreppur. En komi stöð í Vallanesi, þá er það í miðjum Vallahreppi, og Skriðdalshreppur er þar rjett hjá.

En sje síminn aftur á móti lagður hinum megin fljótsins verða hreppar þessir að sækja alla leið til Egilsstaða, og er það ilt.

Þótt mikið sje ráðgert um þessa Suður- landslínu, þá er það þó alt í loftinu enn sem komið er og ekkert fastráðið. Þingið getur því ekki bygt á því. Jeg sje þess vegna enga bót í þessari brtt. og legg til, að hún verði feld, þar sem jeg tel nefndina hafa haft rjett fyrir sjer áður.

En vilji háttv. deild samþ. hana, þá vil jeg, að hún geri það með þeim huga, að hún ætlist til, að farið verði að því sem nefndin lagði til upphaflega.