31.07.1919
Neðri deild: 22. fundur, 31. löggjafarþing.
Sjá dálk 1829 í B-deild Alþingistíðinda. (1768)

62. mál, skoðun á síld

Frsm. (Matthías Ólafsson):

Það er vitaskuld, að yfirmatsmaður skoðar minst af síldinni sjálfur. En nú getur hann bæði hafa verið óheppinn í valinu á matsmönnum, og líka getur það komið fyrir, að matsmaður veikist og verður þá að skipa annan ef til vill óvanan, í staðinn.

Ef til vill er þá hætt veiðum, en matsmann má þó ekki vanta fyrir það.

Matsmaðurinn hefir þá ekki hugmynd um síldina frá því hann veiktist og þangað til síldin er flutt út.

En jeg skal benda á eitt, sem nauðsynlegt er. Það er að láta tunnurnar ekki liggja lengi á sömu hlið eftir að pakkað er.

Tunnurnar geta lekið og þó svo sje ekki, getur pækillinn síast út í trjeð og síldin þránað.

En ef þær liggja ekki lengi á sömu hlið, færist pækillinn yfir síldina jafnt og þjett. Ef heitt er í veðri, þarf oftar að snúa tunnunum.

Með þessu má koma í veg fyrir, að síldin skemmist.

Þetta og fleira þarf yfirmatsmaður að sjá um að gert sje.

En að hann láti gera þetta að þarflausu, til þess að fá borgun fyrir, þarf engum að koma til hugar. Þetta getur því aldrei dregið landssjóð neitt. En hitt er sanngjarnt, að ef maður er borinn sökum. en reynist saklaus. Þá beri hann ekki kostnaðinn. Stafi skemdirnar aftur á móti af vanhirðu. Þá er ekki nema rjett að eigandinn borgi.

Hitt gæti verið, að orða mætti gr. nokkru öðruvísi en gert er t. d. þannig að ef hann hefði grun um skyldi hann o. s. frv.