31.07.1919
Neðri deild: 22. fundur, 31. löggjafarþing.
Sjá dálk 1830 í B-deild Alþingistíðinda. (1769)

62. mál, skoðun á síld

Pjetur Jónsson:

Það var einmitt brtt. nefndarinnar við 6. gr., sem jeg vildi minnast á.

Nefndin vill, að upphaf þeirrar gr. orðist svo: „Nú telur yfirmatsmaður, að síld hafi eigi verið hirt eins vel og skyldi —“.

En þetta nær ekki hugsuninni í frv. Betra væri að orða hana þannig: „Nú efast yfirmatsmaður um“ o. s. frv.

Það er einmitt þessi efi, sem hann þarf að taka af, til þess að geta gefið fullkomið matsvottorð; hitt þarf ekki að vera fyrir því, að hann beinlínis telji hirðinguna fortakslaust í ólagi. Það þykir mjer því of stirðlega til orða tekið.

Vildi jeg að eins benda háttv. nefnd á þetta.