31.07.1919
Neðri deild: 22. fundur, 31. löggjafarþing.
Sjá dálk 1830 í B-deild Alþingistíðinda. (1770)

62. mál, skoðun á síld

Pjetur Ottesen:

Viðvíkjandi því, sem háttv. frsm. (M. Ó.) tók fram um það, ef matsmaður veiktist, þá geri jeg ráð fyrir, að annar sje jafnskjótt skipaður í hans stað, hvort heldur er á síldsöltunartíma eða eftir þann tíma, meðan þess er þörf. Jeg efast ekki um, að eftirlit það, sem ákveðið er í 5. gr. frv., verði framkvæmt.

Þessar ástæður eru því einskis virði.

Það er líka áreiðanlegt, að þetta gæti gengið fljótt, þar sem yfirmatsmaður hefir símasamband við alla síldveiðistaðina.