22.08.1919
Neðri deild: 42. fundur, 31. löggjafarþing.
Sjá dálk 1840 í B-deild Alþingistíðinda. (1791)

127. mál, friðun fugla og eggja

Flm. (Sveinn Ólafsson):

Jeg vildi heldur, að málið væri tekið af dagskrá nú, heldur en að brtt. háttv. þm. N.-Ísf. (S. St.) komi ekki fram fyr en til 3. umr. Þá gefst mjer tæplega nægilegur tími til þess að athuga hana til hlítar. Jeg er ekki á því, að rjett sje að ófriða valinn með öllu nú þegar. Því að víst er um það, að sumsstaðar á landinu hefir honum fækkað allmikið nú á seinni árum, og má teljast sjaldgæfur, og engin ástæða er það til ófriðunar á honum, þótt hann hafi einhvern tíma rotað æðarunga vestur í Vigur. Hann er að eðli og innræti ránfugl, og meðan einn valur er eftir í landinu, má þess vænta, að hann ræni sjer til lífsframfæris.