05.09.1919
Efri deild: 49. fundur, 31. löggjafarþing.
Sjá dálk 1844 í B-deild Alþingistíðinda. (1804)

127. mál, friðun fugla og eggja

Guðmundur Ólafsson:

Jeg hefi leyft mjer að koma fram með brtt., sem er prentuð á þgskj. 665, og fer fram á, að frv. verði aftur fært í það horf, er það var í fyrst er það kom fram. Þá voru valir friðaðir til 1930 og fram á það fer brtt., en þetta atriði fjell viljandi. eða líklega öllu heldur óviljandi, í hv. Nd.

Mjer finst það rjett gert að friða fálkann, því þótt hann sje ránfugl, þá mun hann valda litlum skaða; að minsta kosti hefi jeg ekki heyrt þess getið, svo frá því sjónarmiði er ekkert varhugavert við það. En þessari fuglategund hefir fækkað mjög hin síðari ár, og sjest jafnvel ekki í heilum sýslum, og það væri illa farið, ef hann eyðilegðist með öllu. Um það vænti jeg að allir góðir menn sjeu samdóma, og vona því, að brtt. verði samþykt.