06.09.1919
Efri deild: 50. fundur, 31. löggjafarþing.
Sjá dálk 1873 í B-deild Alþingistíðinda. (1847)

134. mál, húsaskattur

Magnús Torfason:

Eins og hv. þingdeildarmenn hafa tekið eftir, er komið fram tekjuaukafrv., sem öllu meira munar um en þau tekjuaukafrv., sem nú liggja fyrir deildinni, að frv. um vitagjald undanteknu, sem nefndin leggur til að verði samþykt óbreytt. Sakir þess að mjer hefir skilist, að von sje á fleirum tekjuaukafrumvörpum innan skamms — og komi þau ekki frá stjórninni, mun jeg og aðrir þm. bera þau fram — þá virðist mjer rjettara, að frv. til laga um breyting á lögum inn húsaskatt verði ekki afgreitt nú þegar, heldur geymt, þar til hægt er að fá betra yfirlit yfir tekjuauka, sem fram verða bornir á þessu þingi.