29.08.1919
Neðri deild: 49. fundur, 31. löggjafarþing.
Sjá dálk 1884 í B-deild Alþingistíðinda. (1863)

136. mál, vitagjald

Frsm. (Sigurður Sigurðsson):

Eins og tekið er fram í greinargerðinni, er frv. þetta flutt eftir tilmælum stjórnarinnar. Annars hefir það ekki neina þýðingu að ræða málið mikið, því að það verður að teljast sanngjarnt, að vitagjaldið sje hækkað. Jeg vil láta þess getið, að á þessa hækkun má ekki líta sem skatt, heldur tillag til vitabyggingar eða vaxtagreiðslu af fje, sem varið er til vita. Nú eru sífelt á ferðinni kröfur um fjölgun vita og er því sanngjarnt, að um leið sje vitagjaldið hækkað ofurlítið því, sem það er nú.