19.08.1919
Neðri deild: 39. fundur, 31. löggjafarþing.
Sjá dálk 1891 í B-deild Alþingistíðinda. (1885)

98. mál, akfærir sýslu- og hreppavegir

Frsm. (Þórarinn Jónsson):

Jeg þarf ekki að fara mörgum orðum um frv. þetta, því að við 1. umr. voru færð rök fyrir því. Nefndin hefir ekki gert neinar verulegar breytingar á frv.; helst eru það ofurlitlar orðabreytingar, sem enga þýðingu hefir að tala um.

Við 3. gr. gerir nefndin þá brtt., að sett skuli „hreppsvegagjöld“ í staðinn fyrir „vegagjöld“, eins og í frv. stendur; er það til að ákveða skýrara, við hvað átt sje, því að vegagjöld geta líka verið sýsluvegagjöld. En hjer er einungis átt við hreppsvegagjöld.