27.08.1919
Efri deild: 41. fundur, 31. löggjafarþing.
Sjá dálk 1893 í B-deild Alþingistíðinda. (1893)

98. mál, akfærir sýslu- og hreppavegir

Sigurjón Friðjónsson:

Jeg hefi leyft mjer að bera fram brtt. við frv. þetta.

Í 5. gr. frv. er svo ákveðið, að í samþykt skuli ávalt meðal annars vera ákvæði um hreppsvegagjöld „er eigi skulu vera bundin við hámark vegalaganna“. Eftir orðunum má skilja þetta sem hann gegn því að hámarkinu sje fylgt, og verð jeg að álíta það bæði óþarft og óviðeigandi og að nóg sje að heimila að eins, að frá því sje vikið þegar nauðsyn krefur. Síðar í sömu gr. er heimilað að áskilja framlög tillaga frá „einstökum mönnum” eftir jarðadýrleika og lausafjáreign. Eigi þetta að skiljast svo, að meiri hluta heimilist að leggja ákveðin gjöld á tiltekna menn, verð jeg að álíta, að hjer sje gengið ákaflega nærri persónufrelsi. En sje það ekki meiningin, eru orðin „einstökum mönnum“ óþörf og mega falla niður.